Monday, July 2, 2012

nýlega (lesist: í fyrradag) uppgvötaði ég ilmkjarnaolíur og þann mátt sem þær búa yfir. ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju enginn hefur frætt mig um þessi undur fyrr eða hvernig ég hef látið málið svona algjörlega framhjá mér fara! það er ekki beint hægt að segja að þetta séu ný vísindi. en betra er seint en aldrei, ekki satt?
eftir þessa ljómun líður mér eins og ég sé komin með fingurna í einhverja töfra og geti nú með þessum galdraseyðum komið í veg fyrir og lagað alla mína kvilla. eftir stutta stund verð ég svo pottþétt komin með rannsóknarstofu í húsið á horninu og farin að búa til alls konar sprengjur (?) og krem, farin að eyma þetta sjálf og selja. (aðeins of dramatískar lýsingar? ég verð í það minnsta komin með fleiri en eina tegund, eins og leikar standa í dag). strax á fyrsta degi er ég þó allavega farin að meðhöndla sigurjón greyið, fyrir utan náttúrulega sjálfan mig!
æj. hvað samt með flóka? fer í það á morgun að lesa mér til um hunda í þessu samhengi og malla eitthvað fínt fyrir hann.


en þangað til ilmkjarnaolíumall hefst að fullu ætla ég að byrja á þessu. virkar auðveldara en næsta verkefni og lítur út fyrir að vera sumar í krukku, sem er dásemd. ekki veitir af þegar veðrið er eins og það var í dag, grátt og guggið.





3 comments:

  1. Ó hvað ég er glöð að vera komin með ilmkjarnaolíu buddy! Geta rætt um mátt þeirra og virkni við einlægar undirtektir. Það verður skemmtileg tilbreyting :) Getum jafnvel sett á svona kvöld þar sem við tökum fyrir eina nýja í hverri í viku...

    ReplyDelete
  2. Snellingur heillin ! Þegar þú byrjar að lesa þér til fyrir Flókaskott máttu hugsa til Ronsu minnar því þetta skinn er svo þjakað af kláða sem enginn veit hvað veldur og því síður hvað hægt er að gera til að lækna hann. Þegar þú svo ert búin að finna hina fullkomnu blöndu fyrir skottið mitt borga ég þér með labbitúr fyrir flóka (þú mátt svosum koma með líka en aðeins Flóki fær kram og knús)

    ReplyDelete
    Replies
    1. æjh elsku ronja.
      búin að prófa að setja smá kaldpressaða ólífuolíu á matinn? það virkað á flókann! (samt smá slóðalegt að vera með olíuborið skegg... en það er bara tímabundið)

      Delete