stóð lengi fyrir framan bókahilluna í fyrradag, með valkvíða yfir því hvaða bók ég ætti að lesa sem ekkert tengdist námi á nokkurn hátt. í ljósi þess að ég er ekki enn byrjuð á næturvöktum og er komin með varðhund á heimilið valdi ég yrsu, mundu mig. ég er komin á kafla 6 og bókin er strax orðin viðbjóðsleg. ætli ég sjái ykkur ekki bara aftur í haust, þegar ég er búin að jafna mig á taugaáfallinu?
næst ætla ég svo að glugga í óreiðu á striga (vill einhver lána mér? nei ég á ekki bókasafnskort, því var stolið) og svo einhverja sem ég les á hverju ári, sölku völku eða góða dátann.
næst ætla ég svo að glugga í óreiðu á striga (vill einhver lána mér? nei ég á ekki bókasafnskort, því var stolið) og svo einhverja sem ég les á hverju ári, sölku völku eða góða dátann.
eins og þið kannski heyrið hef ég dregist aftur úr í lestri, flestir eru búnir með þessar bækur, en svona er þetta að fara til danmerkur, maður missir taktinn.
allar góðar bókahugmyndir eru því vel þegnar.
en að öðru.
ég þarf að láta klippa á mér hárið. ástæðurnar eru margar, það er til dæmis of þunnt til þess að vera með það langt auk þess sem ég fer svo úr hárum að það er að gera sigurjón vitlausan. hann fer alveg að flytja út! ég ákvað því að vega og meta kostina og vil heldur vera stutthærð en fráskilin (ég ákvað að nota það orð frekar en single, mér fannst það neikvæðara). vá hvað það væri leiðinlegt ef stutt færi mér svo bara ógeðslega illa og sigurjón myndi dömpa mér... þá væri ég bæði!
en jæja - nú þarf bara að ákveða hversu stutt og hvernig stutt!?
twiggy stutt?
riri stutt, sem er twiggi stutt með fyrirferðameiri topp?
carey milligan stutt? (hún er svo brjálað falleg að ég get ekki horft á hana!)
ginnifer goodwin stutt? (ég þyrfti aldrei að greiða mér, sem er PLÚS).
skellaskáláhausinn stutt? (þyrfti ekki að fara á stofu).
mia farrow méreralvegsamahvaðykkurfinnst stutt?
eða bara hætta þessu masi og fá mér kiwiklippingu? þið vitið að það hefur alltaf blundað í mér.
til að draga saman það sem fram hefur komið: hvernig á ég að klippa mig og hvaða bók ætti ég að lesa?
hjálpiði mér, plís!
gott að ég get tekið sjálfstæðar ákvarðanir.
Ég er alveg mjög hlynt skálarklippingu. Hef góða reynslu af henni. Hún hentar mjög linu hári eins og okkar. Þarf lítið að hafa fyrir. Fyrir utan hvað hún er falleg! Ef þú vilt get ég ath vinkona mín er að fara í sveinspróf 9 eða 10 og vantar módel í mikla breytingu og var búin að bjóða mér í pottaklippingu. Viltu að ég kanni það???
ReplyDeleteVÁ! þú mátt gjarnan tjékka á henni.
Deleteþú ert samt með betra skálahár heldur en ég, hef ég trú á. mitt er hálf krumpukrullað. ég þyrfti að hafa svolítið fyrir þessu...
riri og carey kitla mig næstum meira. er það off?
Ég á báðar bækurnar um Karitas ef þú vilt og ég mæli með þeim.
ReplyDeleteég á bara seinni! kannski ég fái karitas lánaða hjá þér :)
DeleteJá þú verður eiginlega að lesa fyrri bókina á undan. Komdu í heimsókn! Ég á líka Beilís ís sem bíður eftir þér.
DeleteJiii minn eini. Spennandi tímar framundan. Dríbbðu þig í að lesa Mundu mig...ekki geyma það þar til haustið kemur og það byrjar að skyggja. Óreiða á striga er ein besta bók sem ég hef lesið. Ég get svo gefið þér bókalistann sem ég er með. Ég er alveg eins og þú, á vorin get ég ekki beðið eftir að geta lesið allt annað en skólabækur.
ReplyDeleteÆtla ekki að segja neitt um hárið....þú verður flott hvernig sem þú klippir það.
Sæja
ég ætla sko að drífa yrsu af... það er klárt mál.
Deleteþetta er eins hryllilegt og hugsast getur! ég er bara með gæsahúð, stanslaust!
þessi bókalisti er eitthvað sem ég myndi vilja komast yfir.
p.s. takk fyrir sætt hárkomment.
Skáló
ReplyDeleteÞú getur líka mátað á makeoverinu á instyle punktur komm
ReplyDeleteHAH! ég get ekki hætt á þessari síðu.
Deleteég er næstum því búin að breyta mér í karlmann á henni... það er kannski aðeins of mikið?
Uuuu skála eða þarna Riri-topp/Carey. Þú ert mjög mjög fín stutthærð, svo er það svo sumarlegt að klippa sig stutt núna. Mælimeð.
ReplyDeleteMæli líka mjög með Óreiðu á striga og Karitas án titils auðvitað. Nýjasta uppáhaldið mitt er Jarðnæði eftir Oddný Eir Ævarsdóttur, hún er skrifuð í belg og biðu og í henni eru allskyns pælingar sem mér finnst skemmtilegar. Hún er líka fljótlesin, finnst alltaf hressandi að lesa svoleiðis inná milli.
Þú verður auðvitað að lesa Svar við bréfi Helgu ef þú hefur ekki gert það.
ReplyDeletejá akkúrat!
Deleteég fór á leikritið um daginn og nú bara verð ég að les'ana.