Sunday, May 6, 2012

í fyrradag vaknaði ég og sá fyrir mér peningalítið og atvinnulaust sumar, en í gær byrjaði ég skyndilega í nýrri vinnu. svona geta hlutirnir gerst á súperhraða! fékk stöðu á hjúkrunarheimili hérna í grenndinni og ekki nóg með að að staðurinn sé bæði heimilislegur og rólegur þá er þar til glás af sveskjugraut (sem og öðru gómsætu, JÉSS). vinnan er stutt frá að ég er ekki nema eitt lag á ipodnum að hjóla þangað. hef unnið við þetta áður og kann vel við mig í svona störfum - ég get því ekki verið annað en vera hæstánægð með þetta fyrirkomulag og elskað nýja djobbið!
VEI!


það hefur svo varla farið framhjá nokkrum manni (að minnsta kosti þess sem á facebookprófíl) að í dag er megrunarlausi dagurinn. ég hef alltaf haldið þennan dag mjög hátíðlegan og ætla mér að gera það um ókomin ár. finnst þetta stórsniðugt enda leiðist mér ekkert meira en megranir og endalausar umræður um kaloríur og melónukúra. hollusta og hreyfing er reyndar alls ekki mitt áhugamál, ef út í það er farið.
ég þjófstartaði reyndar aðeins í gær og fékk mér ís með poppi (já - hreinlega stráði ég poppi yfir ísinn og það er geggjað. alveg eins og ís með kókópöffsi er góður!). kórónaði svo daginn með því að panta pítsu og ostabrauðstangir sem ég át þar til það leið næstum yfir mig. þá fékk ég mér bara gos.


í dag hef ég verið frekar róleg hvað þetta varðar. það er þó alltaf stórhætta að vinna í öldrunargeiranum á sunnudegi, því þá er boðið upp á heitt kakó og bollur meðí. ég að sjálfsögðu drekkti mér næstum í kakópottinum og ætlaði aldrei að hætta að laumast í kexið. en ég meina - það er megrunarlausi dagurinn! 
nú mælist ég til þess að þið gúffið einhverju fíneríi í ykkur, sleppið því að pæla í fitulagi og stíga á vigtina. þetta skiptir í alvöru ekki svona miklu máli (nema þetta sé hreinlega farið að ógna heilsunni í alvöru. þá er að sjálfsögðu um að gera að hætta að gúffa í sig).
æ þið hljótið að skilja hvað ég á við!

5 comments:

  1. Til hamingju með nýju vinnuna! Við verðum þá í sama pakkanum í sumar, þú fyrir sunnan og ég á Dalvíkinni, æi þetta er nú ósköp ágæt vinna... Gerði vöfflur með rjóma í tilefni megrunarlausa dagsins, afmælisOttós og prófaleiðinda. Sæla.

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk elskan.
      já mér finnst þetta yndisleg vinna. ótrúlegt hvað ég leita líka alltaf aftur í svona störf hvað eftir annað.

      OH afmæli ottós - til hamingju og OH hvað vöfflur hljóma vel.
      verðum við ekki að hittast fyrir norðurferð... hvernig er það!?

      Delete
    2. Hey, má ég vera memm í því?

      Delete
  2. Heilagur sé megrunarlausi dagurinn og heldur betur haldinn hátíðlegur!

    ReplyDelete
    Replies
    1. vá. þetta ætti eiginlega að vera 11.boðorðið þetta er svo vel mælt og satt.

      Delete