Wednesday, May 2, 2012

þeir dagar sem byrja á ísköldum sveskjugraut með ísköldum rjóma, geta bara ekki klikkað! (nei, ég er ekki með hægðartregðu heldur finnst mér þetta bara sjúklega gott. engu að síður eru sveskjur góðar við þeim kvilla, jafnvel maukaðar saman við kíví. jáh... það var margt sem maður lærði á því að vinna á hjúkrunarheimili. átið er þar með talið!)


ég ætti, samkvæmt öllu, að vera að lesa og læra fyrir síðasta prófið en ég bara kem mér ekki í það. í staðin geri ég allt annað - finn mig knúna til þess að setja í endalaust margar þvottavélar  og þrífa handryksuguna (ekki grín) svo eitthvað sé nefnt. fæ líka alltaf óhugnalegan áhuga á kertum og kertavaxi þegar ég á að vera að læra. það flokkast nú líklegast bara sem eitthvað syndrome! 
ég er enn að sækja um vinnur en vona að það sé að komast á hreint. auðvitað byrjaði ég allt of seint á því, óvön svona löngu sumarfríi frá því sem var úti í danmörku. skólanum þar lauk oftast ekki fyrr en í júlí þar og byrjaði aftur 1. september. þetta með að vera að fara í sumarfrí í maí er þess vegna ekki alveg orðin samþykkt staðreynd í mínum litla haus! fólk rekur alveg upp stór augu þegar ég segist ekki hafa byrjað að sækja um í febrúar. ég tek þetta bara með trompi á næsta ári í staðin sko...


en að allt öðru... við fórum með flókann til ræktandans um daginn í snyrtingu, ekki veitti af. þar fengum við að heyra að hann brýtur eyrun á sér vitlaust... ég hef því miður ekki tök á því að útskýra það neitt frekar þar sem ég hef ekki vit á þessum málum en þetta segja sérfræðingarnir. sökum þessa fórum við með teipaðan flóka aftur heim, það á að laga þetta eyravesen, sem og nuddleiðbeiningar.
það er dekrað við þennan hvolp, svo mikið get ég sagt ykkur!


svona horfði hann bara á okkur... „ætliði í alvöru að láta mig vera svona? plís takiði þetta“

en svo gleymdi hann að nota þennan dauðasvip sinn þegar hann fattaði að það var eitthvað að gerast úti á götu. beinustu leið út í glugga - gamli skröggur.

mikið vildi ég geta teipað bara yfir það sem er í ólagi hjá mér! kaupa bara duglega af teipi og skella því um rassinn og mittið í von um að það myndi fegra svæðin. líma niður nefið og gera eitthvað við hárið (veit ekki alveg hvernig teip reddar þessum hárlufsum mínum). það er alveg spurning um að prófa!
oh ég gæti tekið upp titilinn áhugalýtalæknir. æði!

5 comments:

  1. Var ég ekki að segja þér af hundinum um daginn þar sem annað eyrað réttist ekki sjálft og það þurfti því að líma það upp tímabundið? Og þú fussaðir og sveiaðir eins og enginn væri morgundagurinn :)

    Svo veit ég ekki til hvers þú telur þörf á teipmeðferð á þig (jafnvel bara enn síður en á Flókaling).

    Annars á ég enga ósk heitari en að fá heitan ávaxtagraut með rjóma eftir að hafa lesið þessi skrif.

    ReplyDelete
  2. ahahaha...þú ert yndisleg!

    ReplyDelete
  3. jeminn eini, allt er nú til. teipuð eyru! en jájá það væri nú fínt að fá teip til að læra en ennþá betra að fá NUDD til að laga!


    ps. þú þarft ekkert lag!

    ReplyDelete
  4. haha. ég er búin að lesa yfir mig. læra= LAGA

    ReplyDelete
  5. VÁ inga - ég man hvað mér fannst það hallæristlegasta saga í heiminum. og hvað gerðist, ég fékk eyrnabilaðan hund. æði!

    voðalega eruði samt yndislegar að segja að ég þurfi ekkert lag. þetta átti nú ekki að koma þannig út, að ég væri að vonast eftir svona pepöppi, meira bara djók með smá biturleika í.
    takk elskur.

    ReplyDelete