djók.
ég hef verið á kafi.
fór í síðasta prófið 10. maí og rauk beint á vakt eftir það. ég hef ekki enn fagnað sumarfríinu almennilega, sem er náttúrlega skömm. ég bæti það vonandi upp komandi helgi eða eitthvað. memm? annars fagna ég gríðarlega í hvert sinn sem ég kíki á uglu og sé að það er komin einkunn. enn sem komið er hafa þær verið skínandi fínar!
það er ekkert að frétta. sigurjón með pest, ég skiptist á að éta á mig gat hér heima eða í vinnunni og flóki vex og dafnar. hann hefur fulla trú á því að hann sé varðhundur mikill og hafi verið fenginn inn á heimilið til að verja alla íbúa hússins á horninu fyrir óvelkomnum gestum. vandinn er bara að hvolpsgreyið er enn á stærð við stígvél og gæti í mesta lagið varið okkur fyrir flugu. hann reyndi það meira að segja um daginn en mistókst eiginlega, af því að flugan settist bara á nefið á honum og kitlaði hann. flóki vissi að sjálfsögðu ekkert hvernig hann átti að bregðast við aðstæðunum og hnerraði bara og hristist til.
hálslangimangi á vaktinni. klikkar ekki!
Hahaha! Þessi Flóki sko! Það þarf eitthvað að fara rabba við hann...eða ekki...hann myndi hvort sem er ekki skilja það :)
ReplyDeleteMig langar svo í fleiri Flókasögur og Flókamyndir!
ReplyDelete