Friday, October 28, 2011

þó svo að ég hafi alltaf staðið mig þolanlega í skóla þá er ekki þar með sagt að ég eigi auðveld með að setjast niður og læra. ég hélt að þetta hefði meira verið að hellast yfir mig eftir því sem ég eldist, því í minningunni var ég alltaf reglulega dugleg að læra fyrir próf. svo fór ég nú aðeins að skoða málin betur... ég bloggaði líka þegar ég var í menntó (og alltaf mest í kring um próf) og fór þá reglulega yfir það sem ég hafði afrekað yfir daginn (sem var sjaldnast merkilegt). ein færslan, í miðri prófatíð, var upptalning sem að leit svona út:
  • kertavax er heitara en það lítur út fyrir að vera. brunablaðran á puttanum á mér getur vottað það.
  • ég kann ekki að senda sms úr heimasímanum okkar, samt held ég að það eigi að vera hægt. eða kannski er bara hægt að senda í hann? jæja, ég finn út úr þessu í dag.
  • popp er mjög fyndið þegar það fýkur með vindinum. sérstaklega af svölunum!
  • mér finnst skemmtilegt að finna bráðið súkkulaði í olnbogabótinni á mér. samt pínu klístrað og subbulegt, en það gefur lífinu samt sem áður lit.
  • venjulegir kúlupennar þola ekki líkamsþyngd mína. ég braut sumsé einn í gær þegar ég var að gera tilraunir með hann.
  • það er ekki hægt að skrifa inn í bananahýði án þess að opna hann, samt gat einhver gaur í veröld soffíu það!
  • ég kann ekki að fara í hálfsplitt eins og fólkið í tónlistarmyndböndunum gerir. það eina sem að ég afrekaði var að gera enn stærra gat á buxurnar mínar.
  • súkkulaðiíssósa og gúmmí er ágæt blanda.
í alvöru talað? þetta getur bara ekki með nokkru móti talist eðlilegt?! sat ég bara og reyndi að skrifa inn í bananahýði..?
núna er ég, svona sex árum seinna, í nákvæmlega eins tilraunastarfsemi og hika ekki við það að setja niðurstöðurnar á internetið. frá og með deginum í dag ætla ég að taka mér tak og hananú!

6 comments:

  1. HAHAHAHA!!!! fyndnast finnst mér nú samt að þú hafir staðið á svölunum og látið poppið fjúka (sem er náttúrulega sóun). hefði viljað sjá það. flottust!

    ReplyDelete
  2. þetta er náttúrlega fásinna og ekkert annað en sóun á poppi!

    ReplyDelete
  3. Ég man svo vel eftir þessu bloggi... gæti verið að því að ég hef lesið allt bloggið þitt nokkrum sinnum yfir sem er frekar sorglegt í frásögum (má segja svoleiðis?). Ég held líka að það sýni að ég sé ekki nándar nærri eins hugmyndarík og þú þegar ég finn mér eitthvað annað að gera en að sitja og læra.

    ReplyDelete
  4. hahaha...æðislegt!

    ReplyDelete
  5. LOL þú ert að drepa mig Dagný!!!!!!!!!

    ReplyDelete