muniði í fyrra, þegar ég var í jólaprófunum?
já það er svipuð stemning hérna núna - samt ekki alveg svona akút ástand eins og þá. ég fór til dæmis í sturtu rétt áðan og hef enn ekki fengið frunsu, er þó með tvær bólur.
í þetta sinn eru líka bara þrjú lokapróf og eitt stórt verkefni.
ég vinn reyndar töluvert á milli prófa, en það kemur ekki að sök. álagið er töluvert minna og lesturinn eftir því (og áhorf youtube myndbanda og þið vitið, alls konar stöff sem skiptir ekki máli).
tel niður í 17. desember því þá kemst ég í jólafrí. hér hefur ekki verið sett upp svo mikið sem einn jólaálfur og hvað þá eitthvað sem glitrar eða lýsir. ójólalegasta heimili í póstnúmeri 105 gjössovell.
No comments:
Post a Comment