...
þið náið þessu. mér finnst g.l.a.t.a.ð. að læra á bókhlöðunni.
en hér er ég í dag og stemningin er vægast sagt undarleg. próftíminn genginn í garð og allir greininlega með hlutina álíka mikið á hælunum og ég. strákurinn við hliðina á mér er til dæmis að bryðja á sér tennurnar og stelpan hinu megin við ganginn er annað hvort að gráta eða alveg að fara að gráta. ég er ekki með gleraugun á mér þannig að ég sé það ekki alveg nógu vel.
það er líka það mikið af fólki hérna að eina borðið sem ég fann er eiginlega í forstofunni. sem betur fer á ég góða úlpu og ég tók ullarsokka með mér.
þessi aðstaða og ömurlegheit gera það þó að verkum að ég er búin með stóran hluta af skýrslunni, sem ég hefði annars dólast með í allan dag í hitanum og góðærinu heima. því hef ég ákveðið að restin af próflestrinum skal fara fram úti í garði (já, það er skárra en hér. svo lengi sem engin er að senda mér svipi eða stela tölvunni). bara svona til að speed things up!
prófráð til ykkar kæru lesendur. út í garð og þið verðið enga stund að þessu!
Það er einmitt bjútíið við hlöðuna, hún pískar mann áfram með ömurlegum aðstæðum og þjófahræðslu! Veit ekki hversu oft ég hef lært á ljóshraða því ég væri við það að lognast útaf af svengd og ég hef viljað losna við það að pakka saman, fara niður og fá mér rúnstykki, fara aftur upp og læra meira. Svo er klassískt að reyna að sötra kókómjólk eða hámark í laumi! ;)
ReplyDeleteoj hvað ég man eftir Bókhlöðustundunum. Voðalega notalegt að sofa þar. Eiginlega ómögulegt að halda sér vakandi... Ógó dýr kaffistofan á neðstu hæðinni og nestisaðstaðan ömurleg...veiiii
ReplyDeleteVallas
Haha snilldarfærsla!
ReplyDeleteVá hvað þú náðir að fanga andrúmsloftið á hlöðunni í þessari færslu. Ég fæ nettan hroll, en sakna hennar að sama skapi þar sem hér í notalegheitunum og kertaljósinu er ekkert til að píska mann áfram!
ReplyDelete