Wednesday, April 17, 2013

vor í gær, vetur í dag.
veðrið er jafn óútreiknanlegt og sveiflukennt og skap fraukunnar (aumingja sigurjón og hans ört fjölgandi gráu hárum).

nú er það helst í fréttum að öllum verkefnum annarinnar er lokið, með naumindum þó. ég byrjaði á því að skila inn vitlausu eintaki af BA ritgerðinni. það var samt alls alls ekki mér að kenna, en því var bjargað fyrir rest. nokkrum mínútum (ekki grín) áður en að prófdómararnir hittust var ég að skjögra inn í háskólann með síðustu eintökin mín. rétt eintök í það skiptið. hasarinn var svo mikill að það kæmi mér ekki á óvart ef ég hefði bara fyrir rælni skilað inn símaskránni en það verður bara að fá að koma í ljós.
ástandið var lítið skárra á mánudaginn var, en kortér í skil reyndi hópurinn minn að tjösna saman bæði kaflaheitum og heimildum í ritgerðina sem að skila átti fyrir miðnætti. 23:58 opnuðum við uglu og stutt seinni fór ritgerðin á sinn stað. enn í dag hefur engin okkar þorað að skoða hvernig í skrattanum þessi ritgerð leit út þegar þarna var komið. það verður líka bara að koma í ljós. 

margt sem þarf að koma í ljós.

nú er ég bara að hanga. hangi allan daginn og finn mér uppskriftir sem ég ætla að prófa að baka, les bækur, naglalakka mig og gef föt í rauðakross gáma. í gær gekk þetta meira að segja það langt að ég tók vorhreingerningu í eldhúsinu. allt var skrúbbað og skúrað og pússað. veit ekki alveg tilganginn með því, hundleiðinlegt verkefni, sem ég kom mér í algjörlega í sjálf. en það er búið og þarf alls ekkert að koma í ljós eins og allt hitt.

No comments:

Post a Comment