fer ekki ofan af því að þessi kona er flottust! það getur vel verið að ég hljómi eins og ég sé 15 ára og þið eruð örugglega búin að heyra alla á íslandi dásama þessa drottningu, en þannig verður það bara að vera. hún virkar svo ótrúlega jarðbundin, sanngjörn, trú sjálfri sér og góð við náungann. hún vekur athygli á því hversu mikill valdamunur er á milli karla og kvenna, vill breyta því og hún situr ekki á skoðunum sínum. hún er með húð sem er eins og hunang og augu sem dáleiða, brosir með öllu andlitinu og syngur eins og enginn annar. (of mikið?). hún er rosaleg.
ég er svo skotin í henni að það nær ekki nokkurri átt. ekki einni einustu!
á alveg svona semí bágt með að átta mig bara á því að hún er mennsk og ekki gallalaus, en það er fátt sem ég get fundið að henni... allavega svona úr töluverðum fjarska (það er nefnilega ekki eins og við séum nágrannar). það eina sem ég hef séð, sem ekki er algjörlega fullkomið, eru eyrun á henni. svo held ég að við yrðum ekkert sérstaklega sammála þegar kemur að trúarumræðu en hún sér guð í öllu og öllum, finnur fyrir honum og talar reglulega við hann... það geri ég alls alls ekki. en við ættum að geta ráðið fram úr því!
þetta eru ógeðslega hallærisleg skrif og sjúklega barnaleg hugsun, en ég er bara það starstruck að ég get ekki hugsað skýrt!
ég meina, sjáiði konuna!
okei ég skil reyndar ekkert í hárinu á henni hérna... en henni er fyrirgefið á no time!
okei, ekki segja neinum frá þessum brjálæðislega hallærislegu skrifum. sshhh!
svo sagði hún líka eitt sniðugt í myndinni, sem ég greip algjörlega á lofti og ætla að taka til mín. sérstaklega í dag, því það gerðist svo margt spennandi en samt svo ógnvekjandi.
if i'm scared, be scared. allow it. release it. move on!
Álitið á þessari konu eykst bara og eykst...þvílíkur snillingur og hugafarið svo skemmtilegt!
ReplyDeletehún er algjörlega flottust. þvílík fyrirmynd.
Delete