ég ætla þó ekki alveg að henda þessu í flórinn (ó! þetta er nýr málsháttur sem ég bjó til rétt í þessu) og bæta því við að sum markmiðanna sem ég hef séð eru bara frekar flott. breytir því ekki að mér finnst þau bara eiga að tilheyra öllu árinu en ekki bara 1 mánuði af 12, en ég tek viljann fyrir verkið. til dæmis finnst mér bara fallegt þegar fólk setur sér það sem markmið að hringja oftar í ömmu sína og afa, vera jákvæðari eða duglegri að sýna vinum sínum hvað þeir eru manni dýrmætir. það er alveg kúl! ég er alveg að reyna að taka svona ákvarðanir líka, þó svo að ég nenni ekki að flokka það sérstaklega sem markmið októbermánaðar.
þið fattið hvað ég er að fara, er það ekki..?
en nú ætla ég að koma með hugmynd fyrir alla, hvort sem að þeir eru að taka þátt í meistaraverkum næstu daga eða ekki.
mér finnst að allir ættu að taka þetta til sín og hafa sem hluta af komandi dögum. pæla aðeins, glugga og skoða til þess að vera tilbúin þann 20. október.
og ef þú ert að hugsa núna að þú vitir ekkert um þetta og þetta komið þér ekki við, hættu því þá. þetta kemur þér við og það er auðvelt að kynna sér um hvað málið snýst!
þetta er stjórnarskráin - hún kemur öllum við.
að lokum. góðan október, meistarar sem og aðrir!
ég er svo sammála þér! bæði með meistó og að kjósa ekki..
ReplyDeleteAlveg sammála. Með markmiðin og kosningarnar auðvitað.
ReplyDelete